Örn Bárður Jónsson tók saman og les. Viltu hlusta? Upptakan er á næsta leiti og tekur 16 mínútur í hlustun.

Ritun þessarar færslu hófst við vetrarsólstöður 21. desember 2025. Ljósið breytir lífi allra og ekki síst okkar sem norðrið byggjum. Skref fyrir skref hrekur ljósið myrkrið á braut.
Ég þekki þessi tilþrif himnakraftanna vel enda fæddur í Sólgötu á Ísafirði – undir bröttum og háum fjöllum á þrjár hliðar fjarðar – þar sem fólk heldur sólarkaffi 25. janúar ár hvert þegar sólin hefur náð að lýsa upp efri bæinn og svo kirkju og grafir – og þá tekur Sólgatan við! Nafn götunnar tekur mið af því að ljósið sigrar allt, líka gröf og dauða.
(meira…)








You must be logged in to post a comment.